PVC DÚKALÖGN.

ÞAKDÚKUR – DÚKUR Á ÞAK – ÞAKLAGNIR – PVC DÚKUR

Þakdúkurinn er unninn úr endurnýjanlegu plasti og eru til margar týpur sem henta fyrir mismunandi aðstæður. Þakdúkurinn er til í mismunandi litum en aðallega hvítum, ljósgráum, dökk gráum og svörtum. Þakdúkurinn er mjög sterkur og er hann boltaður við þakið auk þess að vera soðinn saman með sérstökum hitablásurum. Plastið sem er í þakdúkum bráðnar saman við háan hita og gerir samskeytin vatnsþétt. Mesti kosturinn er hve sveigjanlegur hann er við erfiðar aðstæður t.d. eru rör og niðurföll afgreidd á auðveldan hátt. Þakafl sérhæfir sig í meðhöndlun og framkvæmdum með Pvc þakdúk og ásamt þess að bjóða upp á alhliða vinnu á þessu sviði bjóða starfsmenn okkar upp á ráðgjöf til þess að tryggja bestu gæði í þína þágu.