UM ÞAKAFL.

Frá stofnun Þakafls höfum við séð um fjölda verkefna fyrir Reykjavíkurborg, fyrirtæki, húsfélög og einstaklinga. Við skuldbindum okkur til þess að framvísa fyrirmyndar þjónustu og vinnubrögðum. Með það að leiðarljósi leggjum við okkur fram við að hámarka ávinning viðskiptavina.

Við búum yfir fullkomnum tækjakosti og þrautreyndum starfsmönnum með áratuga reynslu af nýlögn, viðhaldi og viðgerðum sem tryggir viðskiptavinum afköst í hæsta gæðaflokki. Við leggjum okkur fram við að skilja og koma til móts við þarfir viðskiptavina og ef einhverjar fyrirspurnir kunna að vakna mælum við eindregið með því að hafa samband og við finnum lausn sem hentar þér.

Starfsemi fyrirtækisins er margþætt á sviði þaka sem þarfnast Þakpappa eða Pvc dúkalagnar. Dæmi um verk sem Þakafl tekur að sér eru þakpappalögn, vatnsþéttingar þaka, tjörupappi á brúargólf , bílastæðaþök, Pvc dúkalagnig sem og myglu og lekavandamálum.